by Steingrímur Thorsteinsson (1831 - 1913)
Vetur
Language: Icelandic (Íslenska)
Hvar eru fuglar þeir á sumri sungu? Þeir suður flugu brimótt yfir höf. Hvar eru blómin sæl frá sumri ungu? Und snjónum hvíla þau í vetrar gröf. Hvað er nú söngva? Vindgnýr hærri og hærri um fölnað land, en þung með drunuhljóð. Þar þögull sjófugl þyrpist brimströnd nærri. Hinn þrúðgi gýmir kveður stirðan óð. Nei! sönglíf blómlíf finst nú aðeins inni, þar andinn góður býrsér sumar til, með söng og sögu, kærleik, vinakynni, á kuldatíð við arinblossans yl. Svo dvelji söngfugl hver einn fyrir handan, og hylji fönnin blómið hvert sem dó, vér eigum sumar innra fyrir andann, þá ytra herðir frost og kyngir snjó.
Text Authorship:
- by Steingrímur Thorsteinsson (1831 - 1913) [author's text not yet checked against a primary source]
Musical settings (art songs, Lieder, mélodies, (etc.), choral pieces, and other vocal works set to this text), listed by composer (not necessarily exhaustive):
- by Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847 - 1927), "Vetur", c1911. [ sung text checked 1 time]
Researcher for this text: Emily Ezust [Administrator]
This text was added to the website between May 1995 and September 2003.
Line count: 17
Word count: 105