by Matthías Jochumsson (1835 - 1920)

Ingólfs minni
Language: Icelandic (Íslenska) 
Lýsti sól stjörnustól,
stirndi' á Ránarklæði.
Skemmti sér vor um ver,
vindur lék í næði.
Heilög sjón, hló við Frón.
Himinn, jörð og flæði,
fluttu landsins föður heillakvæði.

Himinfjöll, földuð mjöll,
fránu gulli brunnu.
Fram til sjár silungsár,
sungu meðan runnu.
Blóm á grund, glöð í lund,
gull og silki spunnu
meðan fuglar kváðu allt er kunnu.

Blíð og fríð frelsistíð,
frægur steig á grundu.
Ingólfur Arnarbur,
íturhreinn í lundu.
Dísafjöld hylltu höld,
heill við kyn hans bundu.
Blessist Ingólfs byggð frá þeirri stundu.

Authorship

Musical settings (art songs, Lieder, mélodies, (etc.), choral pieces, and other vocal works set to this text), listed by composer (not necessarily exhaustive)


Researcher for this text: Emily Ezust [Administrator]

This text was added to the website: 2009-11-18
Line count: 21
Word count: 84