by Kristján Jónsson fjallaskáld (1842 - 1869)
Dettifoss
Language: Icelandic (Íslenska)
Þar sem aldrei á grjóti gráu gullin mót sólu hlæja blóm og ginnhvítar öldur gljúfrin háu grimmefldum nísta heljar-klóm, kveður þú, foss, minn forni vinur, með fimbulrómi sí og æ; undir þér bergið sterka stynur, sem strá í nætur-kulda-blæ. Kveður þú ljóð um hali horfna og hetju-líf á fyrri öld; talar þú margt um frelsið forna og frægðarinnar dapra kvöld. Ljósgeislar á þér leika skærir, liðnir frá sól í gegnum ský; regnboga-litir titra tærir tröllauknum bárum þínum í. Ægilegur og undrafríður ertú, ið mikla fossa-val; aflrammur jafnt þú áfram líður í eyðilegum hamra-sal. Tímarnir breytast; bölið sára það brjóstið slær, er fyrr var glatt; er alltaf söm þín ógnar-bára ofan um veltist gljúfrið bratt. Stormarnir hvína, stráin sölna, stórvaxin alda rís á sæ, á rjóðum kinnum rósir fölna í regin-köldum harma-blæ, brennandi tár um bleikan vanga boga, því hjartað vantar ró - en alltaf jafnt um ævi langa aldan í þínu djúpi hló. Blunda vil ég í bárum þínum, þá bleikur loksins hníg ég nár, þar sem að enginn yfir mínu önduðu líki fellir tár; og þegar sveit með sorgar-hljóði syngur döpur of ann'ra ná, í jörmun-efldum íturmóði yfir mér skaltu hlæja þá.
Text Authorship:
- by Kristján Jónsson fjallaskáld (1842 - 1869) [author's text not yet checked against a primary source]
Musical settings (art songs, Lieder, mélodies, (etc.), choral pieces, and other vocal works set to this text), listed by composer (not necessarily exhaustive):
- by Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847 - 1927), "Dettifoss", published 1932. [tenor, TTBB chorus, and piano] [ sung text checked 1 time]
Researcher for this text: Emily Ezust [Administrator]
This text was added to the website: 2009-11-18
Line count: 40
Word count: 192