by Anonymous / Unidentified Author

Kom ég upp í Kvíslarskarð
Language: Icelandic (Íslenska) 
Kom ég upp í Kvíslarskarð,
kátleg stúlkan fyrir mér varð,
fögur var hún og fríð að sjá,
fallega leist mér hana á.

Blátt var pils á baugalín,
blóðrauð líka svuntan fín,
lifrauð treyja, lindi grænn,
líka skautafaldur vænn.

Ekkert hafð' ég af henni tal,
undir sat hún sínumsal,
opið stóð þar bergið blátt,
beint var það í hálfa gátt.

Laufaskorðin leit þá við,
lengur hafði hún ei bið,
inn í steininn arka vann,
aftur luktist sjálfur hann.

Authorship

Musical settings (art songs, Lieder, mélodies, (etc.), choral pieces, and other vocal works set to this text), listed by composer (not necessarily exhaustive)


Researcher for this text: Emily Ezust [Administrator]

This text was added to the website between May 1995 and September 2003.
Line count: 16
Word count: 77