by Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845)
Bláa vegu
Language: Icelandic (Íslenska)
Bláa vegu brosfögur sól gengur glöðu skini. Sérattu söknuð og sorga fjöld þeirra á landi lifa? Gróa grös við geisla þína liðinna leiðum á -- en þú brosir og burtu snýr; kvöldgustar kula. Svo frá heimi til himinsala frelstar sálir fara; sýta syrgjendur sóllausa daga angurgusti í. Hvör er hinn grátni sem að grafarbeð beygðu höfði bíður? elskað lík undir köldum leir hvílir feti framar. Styðst harmþrunginn höfðingi, Stephensen, að steini -- framliðna frú, föðurlands prýði, syrgir svo mælandi: "Sáran lét guð mig söknuð reyna! verði hans vísdóms vilji á mér! Syrtir í heimi, sorg býr á jörðu, ljós á himni, lifir þar mín von. Hvar skal eg léttis í heimi leita? hvar skal eg trega tár of fella? Bíða vil eg glaður uns brotnar fjötur líkams, og laus líð eg eftir þér." Ó, þú máttur og mikla von, er þá öflgu styður! Hjörtun hefjast, þá hetju sjá standa eina í stríði.
About the headline (FAQ)
Text Authorship:
- by Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845), "Guðrún Stephensen" [author's text checked 1 time against a primary source]
Musical settings (art songs, Lieder, mélodies, (etc.), choral pieces, and other vocal works set to this text), listed by composer (not necessarily exhaustive):
- by Jón Leifs (1899 - 1968), "Hjörtun Hefjast", op. 45 no. 3, from Minningarsöngvar um Ævilok Jónasar Hallgrímssonar, no. 3 [sung text not yet checked]
Researcher for this text: Emily Ezust [Administrator]
This text was added to the website: 2009-11-17
Line count: 52
Word count: 150