LiederNet logo

CONTENTS

×
  • Home | Introduction
  • Composers (20,216)
  • Text Authors (19,694)
  • Go to a Random Text
  • What’s New
  • A Small Tour
  • FAQ & Links
  • Donors
  • DONATE

UTILITIES

  • Search Everything
  • Search by Surname
  • Search by Title or First Line
  • Search by Year
  • Search by Collection

CREDITS

  • Emily Ezust
  • Contributors (1,115)
  • Contact Information
  • Bibliography

  • Copyright Statement
  • Privacy Policy

Follow us on Facebook

Minningarsöngvar um Ævilok Jónasar Hallgrímssonar

Song Cycle by Jón Leifs (1899 - 1968)

1. Heimþrá   [sung text not yet checked]

Language: Icelandic (Íslenska) 
Reikult er rótlaust þangið,
rekst það um víðan sjá,
straumar og votir vindar
velkja því til og frá.

Fuglar flugu yfir hafið
með fögnuði og vængjagný,
-- hurfu út í himinblámann
hratt eins og vindlétt ský.

Þangið, sem horfði á hópinn,
var hnipið allan þann dag.
Bylgjan, sem bar það uppi,
var blóðug um sólarlag.

Text Authorship:

  • by Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845), "Heimþrá"

Go to the general single-text view

Researcher for this text: Emily Ezust [Administrator]

2. Sólhvörf  [sung text not yet checked]

Language: Icelandic (Íslenska) 
Eilífur guð mig ali
einn og þrennur dag þenna!
lifa vil eg, svo ofar
enn eg líti sól renna.
Hvað er glatt sem hið góða
guðsauga? kemur úr suðri
harri hárrar kerru,
harðar líkn og jarðar.

Text Authorship:

  • by Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845), "Sólhvörf"

Go to the general single-text view

Researcher for this text: Emily Ezust [Administrator]

3. Hjörtun Hefjast  [sung text not yet checked]

Language: Icelandic (Íslenska) 
Bláa vegu
brosfögur sól
gengur glöðu skini.
Sérattu söknuð
og sorga fjöld
þeirra á landi lifa?
 
Gróa grös
við geisla þína
liðinna leiðum á --
en þú brosir
og burtu snýr;
kvöldgustar kula.
 
Svo frá heimi
til himinsala
frelstar sálir fara;
sýta syrgjendur
sóllausa daga
angurgusti í.
 
Hvör er hinn grátni
sem að grafarbeð
beygðu höfði bíður?
elskað lík
undir köldum leir
hvílir feti framar.
 
Styðst harmþrunginn
höfðingi,
Stephensen, að steini --
framliðna frú,
föðurlands prýði,
syrgir svo mælandi:
 
"Sáran lét guð mig
söknuð reyna!
verði hans vísdóms
vilji á mér!
Syrtir í heimi,
sorg býr á jörðu,
ljós á himni,
lifir þar mín von.
 
Hvar skal eg léttis
í heimi leita?
hvar skal eg trega
tár of fella?
Bíða vil eg glaður
uns brotnar fjötur
líkams, og laus
líð eg eftir þér."
 
Ó, þú máttur
og mikla von,
er þá öflgu styður!
Hjörtun hefjast,
þá hetju sjá
standa eina í stríði.

Text Authorship:

  • by Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845), "Guðrún Stephensen"

Go to the general single-text view

Researcher for this text: Emily Ezust [Administrator]
Total word count: 240
Gentle Reminder

This website began in 1995 as a personal project by Emily Ezust, who has been working on it full-time without a salary since 2008. Our research has never had any government or institutional funding, so if you found the information here useful, please consider making a donation. Your help is greatly appreciated!
–Emily Ezust, Founder

Donate

We use cookies for internal analytics and to earn much-needed advertising revenue. (Did you know you can help support us by turning off ad-blockers?) To learn more, see our Privacy Policy. To learn how to opt out of cookies, please visit this site.

I acknowledge the use of cookies

Contact
Copyright
Privacy

Copyright © 2025 The LiederNet Archive

Site redesign by Shawn Thuris