by Guðmundur Guðmundsson (1874 - 1919)
Kirkjuhvoll
Language: Icelandic (Íslenska)
Available translation(s): GER
Hún amma mín það sagði mér: "Um sólarlagsbil á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til! Þú mátt ei trufla aftansöng álfanna þar. - Þeir eiga kirkju í hvolnum, og barn ég var, í hvolnum kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin." Hún trúði þessu, hún amma mín, - ég efaði ei það, að allt það væri rétt, er hún sagði um þann stað. Ég leit því jafnan hvolsins með lotningu til, - ég lék mér þar ei nærri um sólarlagsbil: Ég þóttist heyra samhljóminn klukknanna á kvöldin. En forvitnin með aldrinum þó óx svo mér hjá og einhver kynleg löngun og brennandi þrá. - Á sumarkvöldi björtu um sólarlagsbil á sunnudegi Kirkjuhvols ég reikaði til. - Í hvolnum glymur samhljómur klukknanna á kvöldin. Og er ég þar hjá hvolnum stóð við hamranna göng, ég heyra þóttist kynlegan, ómfagran söng. Og yfir öllum hvolnum og hæðunum þar helgiblær og dularró svo undarleg var. - Í hvolnum glymur samhljómur klukknanna á kvöldin. Ég stóð sem elding lostinn þar, ég starði hvolinn á, þar stóðu dyrnar opnar, í björgin ég sá, þar glöptu ljósin sjónir með geislanna blik, - ég guðshús sá þar opið, - það kom á mig hik: Ég þóttist heyra samhljóminn klukknanna á kvöldin. Og dýrðleg var hún, kirkjan sú, - á sveimi ég sá þar svífa álfa ljósklædda um gólf til og frá, og öldung sá ég standa þar altari við, en allt í þoku ég sá það, - ég heyrði sífellt klið af þung-glymjandi samhljómi klukknanna á kvöldin. Og konu sá ég hvítklædda við kirkjunnar dyr, - þá kaldur greip mig hrollur, er þekkti ég ei fyrr. Hún varir aðeins bærði og benti mér frá með björtum gullinsprota, og ljómi skein af brá, og alltaf kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin. En óttablandna lotning mér innra ég fann hjá, og eins og leiðslu fanginn gekk ég Kirkjuhvol frá. Mér fannst ég brotizt hafa í helgidóm inn, - mér hvellur kvað í eyrum með töfrahljóm sinn hinn undarlegi samhljómur klukknanna á kvöldin Er aftanblikið sveipar fjöll um sólarlagsbil á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til: Þú verður aldrei samur og áður, alla stund í eyrum þér mun gjalla fram að síðasta blund hinn undarlegi samhljómur klukknanna á kvöldin.
Árni Thorsteinsson sets stanzas 1-2
Text Authorship:
- by Guðmundur Guðmundsson (1874 - 1919), "Kirkjuhvoll", written 1895 [author's text checked 1 time against a primary source]
Musical settings (art songs, Lieder, mélodies, (etc.), choral pieces, and other vocal works set to this text), listed by composer (not necessarily exhaustive):
- by Árni Thorsteinsson (1870 - 1962), "Kirkjuhvoll", 1907, stanzas 1-2. [ sung text checked 1 time]
- by Bjarni Þorsteinsson (1861 - 1938), "Kirkjuhvoll" [ sung text not yet checked against a primary source]
Available translations, adaptations or excerpts, and transliterations (if applicable):
- GER German (Deutsch) (Bertram Kottmann) , "Kirkjuhvoll", copyright © 2017, (re)printed on this website with kind permission
Research team for this page: Emily Ezust [Administrator] , Bertram Kottmann
This text was added to the website between May 1995 and September 2003.
Line count: 45
Word count: 356