by Guðmundur Guðmundsson (1874 - 1919)
Translation © by Bertram Kottmann

Kirkjuhvoll
Language: Icelandic (Íslenska) 
Available translation(s): GER
Hún amma mín það sagði mér: "Um sólarlagsbil 
á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til!
Þú mátt ei trufla aftansöng álfanna þar. -
Þeir eiga kirkju í hvolnum, og barn ég var,
í hvolnum kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin."
 
Hún trúði þessu, hún amma mín, - ég efaði ei það,
að allt það væri rétt, er hún sagði um þann stað.
Ég leit því jafnan hvolsins með lotningu til, -
ég lék mér þar ei nærri um sólarlagsbil:
Ég þóttist heyra samhljóminn klukknanna á kvöldin.
 
En forvitnin með aldrinum þó óx svo mér hjá 
og einhver kynleg löngun og brennandi þrá. -
Á sumarkvöldi björtu um sólarlagsbil
á sunnudegi Kirkjuhvols ég reikaði til.
- Í hvolnum glymur samhljómur klukknanna á kvöldin.
 
Og er ég þar hjá hvolnum stóð við hamranna göng, 
ég heyra þóttist kynlegan, ómfagran söng.
Og yfir öllum hvolnum og hæðunum þar
helgiblær og dularró svo undarleg var.
- Í hvolnum glymur samhljómur klukknanna á kvöldin.
 
Ég stóð sem elding lostinn þar, ég starði hvolinn á,
þar stóðu dyrnar opnar, í björgin ég sá,
þar glöptu ljósin sjónir með geislanna blik, -
ég guðshús sá þar opið, - það kom á mig hik:
Ég þóttist heyra samhljóminn klukknanna á kvöldin.
 
Og dýrðleg var hún, kirkjan sú, - á sveimi ég sá
þar svífa álfa ljósklædda um gólf til og frá,
og öldung sá ég standa þar altari við,
en allt í þoku ég sá það, - ég heyrði sífellt klið 
af þung-glymjandi samhljómi klukknanna á kvöldin.
 
Og konu sá ég hvítklædda við kirkjunnar dyr,
- þá kaldur greip mig hrollur, er þekkti ég ei fyrr.
Hún varir aðeins bærði og benti mér frá
með björtum gullinsprota, og ljómi skein af brá,
og alltaf kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin.
 
En óttablandna lotning mér innra ég fann hjá,
og eins og leiðslu fanginn gekk ég Kirkjuhvol frá.
Mér fannst ég brotizt hafa í helgidóm inn, -
mér hvellur kvað í eyrum með töfrahljóm sinn
hinn undarlegi samhljómur klukknanna á kvöldin
 
Er aftanblikið sveipar fjöll um sólarlagsbil
á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til:
Þú verður aldrei samur og áður, alla stund
í eyrum þér mun gjalla fram að síðasta blund
hinn undarlegi samhljómur klukknanna á kvöldin.

Árni Thorsteinsson sets stanzas 1-2

Authorship

Musical settings (art songs, Lieder, mélodies, (etc.), choral pieces, and other vocal works set to this text), listed by composer (not necessarily exhaustive)

Available translations, adaptations or excerpts, and transliterations (if applicable):

  • GER German (Deutsch) (Bertram Kottmann) , "Kirkjuhvoll", copyright © 2017, (re)printed on this website with kind permission


Research team for this text: Emily Ezust [Administrator] , Bertram Kottmann

This text was added to the website between May 1995 and September 2003.
Line count: 45
Word count: 368

Kirkjuhvoll
Language: German (Deutsch)  after the Icelandic (Íslenska) 
Großmutter hat mir dies erzählt: „Bei Sonnenuntergang
geh keinesfalls zum Kirkjuhvoll, dass man den Abendsang -
an Sonntagen zumal - der Elfen dort nicht stört.-
Am Hügel steht ihr Kirchenhaus - als Kind hab ich gehört
zur Abendstund vom Hügel hoch der Glocken hellen Klang.“

Sie glaubte dies, Großmutter mein, - ich traute ihrem Wort,
dass dieser Platz ohn’  Zweifel sei ein mystisch heil’ger Ort;
ich sah daher den Hügel stets mit wahrer Ehrfurcht an, -
und spielte nie an diesem Ort bei Sonnenuntergang:
Tat so, als hörte ich von dort der Glocken hellen Klang.

Doch mit dem Alter immer mehr die Neugier mich bezwang,
mit ihr ein seltsames Begehr, ein unstillbarer Drang.-
An hellen Sommerabenden - an Sonntagen zumal -
begab ich mich zum Kirkjuhvoll bei Sonnenuntergang
und hörte von des Hügels Höh’ der Glocken hellen Klang.

Und als ich auf dem Hügel stand an schroffem Felsenhang,
dünkt mir, ich höre seltsamen und wenig schönen Sang.
Und über allen Hügeln und allen Höhen lag
ein mystisch, feierlicher Hauch an jenem Tag,
an dem ich von dem Hügel hört’ der Glocken hellen Klang.

Ich stand, getroffen wie vom Blitz, starrte den Hügel an,
sah Fels durch eine off’ne Tür, es war wie eine Wand, 
sah Lichter - trogen sie - von gleißend hellem Schein -
sah eine Kirche offen stehn, - dann trat mein Zaudern ein.
Ich meint’, ich hör an diesem Ort der Glocken hellen Klang.

Und herrlich war das Kirchenhaus, das ich im Nebel fand, 
wo Elfen gleiten hin und her in ihrem Lichtgewand, 
um einen Altar schritten dort die Ältesten einher,
doch sah ich alles nebelhaft - und hatte mehr und mehr 
im Ohr der Glocken lauten Schall und ihren hellen Klang.

Und eine Frau in Weiß sah ich - dort bei dem Kirchentor,
ein kalter Schauder packte mich, den nie ich kannt’ zuvor.
Sie stand nur da, ganz unverwandt, und wies mich an
mit ihrem leuchtend goldnen Stab, der glänzte auf sodann,
und immerfort hatt’ ich im Ohr der Glocken hellen Sang.

Doch ein unbestimmte Angst und Ehrfurcht ich empfand,
als ich mich, wie in Trance versetzt, im Inneren befand.
Mir war sogleich, als hätte ich ein Heiligtum entweiht -
und jener hellen Abendglocken magisches Geläut
nun überlaut und sonderbar mir in den Ohren klang. 

Geh niemals hoch zum Kirkjuhvoll sonntags zur Abendzeit,
wenn letzte Strahlen hüll’n die Berge in ein rotes Kleid
Nie wirst du mehr derselbe sein, denn alle Zeit und Stund 
hin bis zu deinem letzten Schlaf tut sich dir eines kund:
Du hörst der Abendglocken Klang und wunderlichen Sang.

Note: Kirkjuhvoll - Ortsname mit „Kirchhügel“ zu übersetzen

Authorship

  • Translation from Icelandic (Íslenska) to German (Deutsch) copyright © 2017 by Bertram Kottmann, (re)printed on this website with kind permission. To reprint and distribute this author's work for concert programs, CD booklets, etc., you must ask the copyright-holder(s) directly for permission. If you receive no response, you must consider it a refusal.

    Bertram Kottmann.  Contact: BKottmann (AT) t-online.de

    If you wish to commission a new translation, please contact:

Based on

 

This text was added to the website: 2017-01-18
Line count: 45
Word count: 427