by Jóhann Sigurjónsson (1880 - 1919)
Sofðu unga ástin mín Matches base text
Language: Icelandic (Íslenska)
Sofðu unga ástin mín. Úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt sem myrkrið veit, minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna.
Composition:
- Set to music by Anonymous/Unidentified Artist , "Sofðu unga ástin mín"
Text Authorship:
- by Jóhann Sigurjónsson (1880 - 1919), "Vögguljóð"
Go to the general single-text view
Available translations, adaptations or excerpts, and transliterations (if applicable):
- ENG English (Marc Moreau) , "Lullaby", copyright © 2005, (re)printed on this website with kind permission
- FRE French (Français) (Marc Moreau) , "Berceuse", copyright © 2005, (re)printed on this website with kind permission
- GER German (Deutsch) (Jan Schledermann) , "Schlaf, mein junger Liebling", copyright © 2005, (re)printed on this website with kind permission
Researcher for this page: Marc Moreau
This text was added to the website: 2005-06-09
Line count: 15
Word count: 70