by Jón Thoroddsen (1819 - 1868)

Í fögrum dal
Language: Icelandic (Íslenska) 
Available translation(s): ENG GER
Í fögrum dal hjá fjalla bláum straumi
ég fríða meyju leit í sætum draumi;
það blöktu lausir lokkar um ljósan meyjar háls;
með blíðubros á munni hún byrjun tók svo máls:
"Sæludal sólar geislar hlúa,
sæludal sælt er í að búa."

Um brattan tind þótt blási köldum anda,
ei byljir storma dalnum fagra granda,
því honum helgar vættir með hlífðar skýla arm,
og hér er hlýtt í hlíðum og heitt við meyjar barm;
hjarta trútt hafa snótir dala,
hjarta trútt, hreint sem lindin svala.

Authorship:

Musical settings (art songs, Lieder, mélodies, (etc.), choral pieces, and other vocal works set to this text), listed by composer (not necessarily exhaustive):

Available translations, adaptations, and transliterations (if applicable):

  • ENG English (Jim Reilly) (Margrét Arnar) , title 1: "In a lovely vale", copyright © 2005, (re)printed on this website with kind permission
  • GER German (Deutsch) (Bertram Kottmann) , title 1: "Im schönen Tal", copyright © 2016, (re)printed on this website with kind permission


Researcher for this text: Jim Reilly

This text was added to the website: 2005-12-08
Line count: 12
Word count: 84