Í fögrum dal hjá fjalla bláum straumi ég fríða meyju leit í sætum draumi; það blöktu lausir lokkar um ljósan meyjar háls; með blíðubros á munni hún byrjun tók svo máls: "Sæludal sólar geislar hlúa, sæludal sælt er í að búa." Um brattan tind þótt blási köldum anda, ei byljir storma dalnum fagra granda, því honum helgar vættir með hlífðar skýla arm, og hér er hlýtt í hlíðum og heitt við meyjar barm; hjarta trútt hafa snótir dala, hjarta trútt, hreint sem lindin svala.
Sönglög úr sjönleiknum Piltur og Stúlka
 [incomplete]Song Cycle by Emil Thoroddsen (1898 - 1944)
Translated to:
1. Í fögrum dal
Text Authorship:
- by Jón Thoroddsen (1819 - 1868)
Go to the general single-text view
Available translations, adaptations or excerpts, and transliterations (if applicable):
- ENG English (Jim Reilly) (Margrét Arnar) , "In a lovely vale", copyright © 2005, (re)printed on this website with kind permission
- GER German (Deutsch) (Bertram Kottmann) , "Im schönen Tal", copyright © 2016, (re)printed on this website with kind permission
4. Smalastúlkan
Yngismey eina sá ég, þar sem falla blá gil úr háhlíð; léttfætt um leiti' og börð, lautir og fjallaskörð smalar og hóar hjörð hringa lind fríð. Um herðar líðast ljóst lokkasafn, meyjar brjóst sælleg að sjá; augun til ásta snör og mjúk til kossa vör, höndin svo hvít, sem gjör hreinum af snjá. Segðu það brúnablá brúður, hvað skal sá fá, féð þitt semm fann? Allþreyttur er hann hér, ærnar sem sat með þér; verðung það virðist mér vel þú kysstir hann.
Text Authorship:
- by Jón Thoroddsen (1819 - 1868)
Go to the general single-text view
Available translations, adaptations or excerpts, and transliterations (if applicable):
- ENG English (Jim Reilly) (Margrét Arnar) , "The shepherdess", copyright © 2005, (re)printed on this website with kind permission
5. Vöggukvæði
Litfríð og ljóshærð og létt undir brún, handsmá og hýreyg og heitir Sigrún. Vizka með vexti æ vaxi þér hjá, veraldar vélráð ei vinni þig á! Svíkur hún seggi og svæfir við glaum, óvörum ýtir í örlaga straum. Veikur er viljinn og veik eru börn, alvaldur, alvaldur æ sé þeim vörn. Sofðu, mín Sigrún, og sofðu nú rótt, Guð faðir gefi góða þér nótt.
Text Authorship:
- by Jón Thoroddsen (1819 - 1868)
Go to the general single-text view
Available translations, adaptations or excerpts, and transliterations (if applicable):
- ENG English (Jim Reilly) (Margrét Arnar) , "Cradle song", copyright © 2005, (re)printed on this website with kind permission
6. Búðarvísa
Búðarí loftið hún Gunna upp gekk, gráfíkjur nógar og sætabrauð fékk; en Sigríður niðri í búðinni beið, bylti við ströngum og léreftin sneið. Fagurt er loftið og fullt er það ull, fáséð mun Kristján sýna þar gull; og lengi var Gunna í loftsölum há, litverp í framan hún kemur þeim frá. Síðan tók Kristján silki ágætt, (selja þeir þess háttar öðrum á vætt) og hvíslar að Gunnu: 'Á herðarnar þín hafðu hann, fallegur stúlkurinn mín! Missæl er þjóðin, oss dónunum dýr dropinn oft gjörist og varningur nýr; en ókeypis stúlkurnar fallegu fá fyrirtaks klútana Danskinum hjá.
Text Authorship:
- by Jón Thoroddsen (1819 - 1868)
Go to the general single-text view
Available translations, adaptations or excerpts, and transliterations (if applicable):
- ENG English (Jim Reilly) (Margrét Arnar) , "Store song", copyright © 2005, (re)printed on this website with kind permission