by Jón Thoroddsen (1819 - 1868)

Smalastúlkan
Language: Icelandic (Íslenska) 
Available translation(s): ENG
Yngismey eina sá
ég, þar sem falla blá
gil úr háhlíð;
léttfætt um leiti' og börð,
lautir og fjallaskörð                                
smalar og hóar hjörð
hringa lind fríð.

Um herðar líðast ljóst
lokkasafn, meyjar brjóst
sælleg að sjá;
augun til ásta snör 
og mjúk til kossa vör,
höndin svo hvít,
sem gjör hreinum af snjá.

Segðu það brúnablá
brúður, hvað skal sá fá,
féð þitt semm fann?
Allþreyttur er hann hér,
ærnar sem sat með þér;
verðung það virðist mér
vel þú kysstir hann.

Authorship:

Musical settings (art songs, Lieder, mélodies, (etc.), choral pieces, and other vocal works set to this text), listed by composer (not necessarily exhaustive):

Available translations, adaptations, and transliterations (if applicable):

 • ENG English (Jim Reilly) (Margrét Arnar) , title 1: "The shepherdess", copyright © 2005, (re)printed on this website with kind permission


Researcher for this text: Jim Reilly

This text was added to the website: 2005-12-08
Line count: 21
Word count: 82